No student devices needed. Know more
30 questions
Hvað heita dvergarnir sem drápu Kvasi?
Eitri og Brokkur
Fjalar og Galar
Huginn og Muninn
Geri og Freki
Hvers vegna drepa dvergarnir konu Gillings?
Hún hafði hótað þeim lífláti
Þeir þoldu ekki ópin í henni
Hún reyndi að drekkja þeim úti á hafi
Til að Suttungur myndi ekki eignast mjöðinn
Hvaða kenningar eru réttar um skáldskap?
Hnitbjargarlögur og Fjörlausnarfylli
Haddur Sifjar og Oturgjöld
Ból Fáfnis og Fjörlausn dverga
Kvasisblóð og Fengur Óðins
Hvaða dulnefni notar Óðinn þegar hann reynir að eignast Skáldskaparmjöðinn?
Baugi
Rati
Bölverkur
Suttungur
Hvað heitir borinn sem Baugi notar til að bora gat á Hnitbjörgu?
Ratatoskur
Vartari
Narfi
Rati
Hvernig kemst Bölverkur inn í Hnitbjörgu?
Hann borar gat, breytir sér í orm og skríður í gegn
Hann setur á sig hjálm sem gerir hann ósýnilegan
Hann finnur leynigöng
Hann breytir sér í lax og syndir á móti straumnum
Hvað heitir dóttir Suttungs sem gætir mjaðarins?
Hnitbjörg
Gunnvör
Gunnlöð
Sveinbjörg
Úr hverju er Skáldskaparmjöðurinn búinn til?
Sáttahráka Vana og Ása
Úr skeggi konunnar og rótum bjargsins
Úr blóði Kvasis og hunangi
Úr blóði Ýmis og sýrópi
Í hvað breytir Bölverkur sér til að komast í burtu frá Hnitbjörgu eftir að hafa drukkið allan skáldskaparmjöðinn?
Kameldýr
Örn
Hest
Hrímþurs
Hvað heita kerin og ketillinn sem skáldskaparmjöðurinn er geymdur í?
Óðrerir, Hnitbjörg og Sóðn
Gunnlaðarskál, Suttungsbolli og Gillingsglas
Són, Boðn og Óðrerir
Boðn, Óðinsaskur og Sól
Hvernig fór fyrir Suttungi þegar hann elti Óðinn til Ásgarðs á flugi?
Óðinn skeit á hann
Gunnlöð eitraði fyrir honum
Hann fékk hein í höfuðið sem festist þar
Hann flaug í bál sem æsir kveiktu og brann til kaldra kola
Hver segir Ægi söguna um Skáldskaparmjöðinn?
Óðinn
Gylfi
Hár
Bragi
Hvað er skáldfíflahlutur?
Sá hluti mjaðarins sem kom út um óæðri endann á Óðni og færir mönnum LITLA skáldgáfu
Allur vökvinn í katlinum Óðreri
Sá hluti mjaðarins sem færir mönnum MESTA skáldgáfu
Sá hluti mjaðarins sem Gunnlöð stalst til að drekka
Loki hangir fastur í háloftunum með Þjasa jötni (í arnarlíki). Hvað þarf hann að gera til að sleppa lifandi?
Hann þarf að lokka Iðunni út í skóg með eplin góðu
Hann þarf að lokka Sif út í skóg með gullhárið
Hann þarf að lokka Gunnlöðu út í skóg með skáldskaparmjöðinn
Hann þarf að lokka Þór út í skóg með Mjölni
Hvernig kemst Loki til jötunheima til að bjarga Iðunni?
Hann siglir á skipi Freys, Skíðblaðni
Hann breytir sér í hnetu og fýkur þangað
Hann fær valsham hjá Freyju og flýgur þangað
Hann fær Þór til að kasta sér þangað á Mjölni
Hvernig náði Loki að fljúga með Iðunni heim í Ásgarð eftir að hann bjargaði henni frá Þjasa jötni?
Hann fékk lánaðan valsham hjá Freyju sem passaði á Iðunni
Hann fékk megingjarðir Þórs lánaðar og hengdi Iðunni í þær og flaug með hana heim
Hann breytti Iðunni í hnetu og flaug með hana heim
Hann breytti Iðunni í sveskju og flaug með hana heim
Hvað varð til þess að Njörður varð eiginmaður Skaða?
Hann var svo heillandi og gáfaður
Hann dró stysta stráið
Hann var með fallegustu fæturna
Hún hafði stolist til að setjast í Hliðskálf, séð hann og orðið ástsjúk
Hvað heitir tröllskessan sem lánaði Þór töfragripi þegar hann fór til Geirröðargarða?
Gjálp
Greip
Gríður
Vala
Þór þarf að vaða á sem skyndilega verður fullvatnsmikil og nær honum upp að herðum, afhverju gerist þetta?
Það fór að hellirigna
áin var í raun úthafið sjálft
Dóttir Geirröðar meig í ána
Loki meik í ána
Hvað merkir orðið Haddur?
Gull
Hattur
Hár
Mjöður
Hverja fær Loki til að smíða nýtt hár á Sif?
Til Brokks og Eitra
Til Óðins
Til Ívaldssona
Til Fjalars og Galars
Loki efnir til smíðasamkeppni á milli dverganna. Eitri og Brokki keppa við Ívaldssyni. Hvað gripur vinnur og hverjir smíðuðu hann?
Geirinn Gungnir - Ívaldssynir
Skipið Skíðblaðnir - Ívaldssynir
Hringurinn Draupnir - Eitri og Brokki
Hamarinn Mjölnir - Eitri og Brokki
Hvaða eiginleika hefur gölturinn Gullinbursti?
Hann getur talað
Hann getur hlaupið á vatni og flogið
Hann getur étið endalaust
Hann er á við 100 manns í bardaga
Hvað merkir kenningin: Haddur Sifjar?
Mjöður
Silfur
Gull
Þór
Hvar á Íslandi er enn þann dag í dag hægt að sjá hófafar eftir hest Óðins, Sleipni?
Á Þingvöllum
Í Ásbyrgi
Á Esjunni
Í Atlavík
Hvað hétu eiginmenn Guðrúnar Gjúkadóttur?
Gunnar, Högni og Atli
Sigurður, Atli og Jónakur
Bjarki, Börkur og Baldur
Óðinn, Loki, Hænir og Sturla
Hvernig stóð á því að Sigurður Fáfnisbani gat allt í einu skilið fuglamál?
Hann bragðaði á blóði Fáfnis
Hann lærði það á Duolingo
Hann rændi skáldskaparmiðinum og drakk hann allan
Ívaldssynir smíðuðu á hann gulleyru sem skilja öll tungumál heims
Hver drap sofandi otur til að ná af honum laxi?
Hver lét Fenju og Menju mala gull, frið og sælu?
Mýsingur
Fróði
Óðinn
Ratatoskur
Afhverju er sjórinn saltur?
vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum
Af því að rigning dregur með sér salt úr háloftum sem endar allt í hafinu
Af því að kvörnin Grótti liggur á hafsbotni og malar salt
Af því að þannig skapaði Guð heiminn áður en hann gaf son sinn eingetinn
Explore all questions with a free account